
Kennsla hefst aftur eftir jólafrí
Nú byrjum við aftur eftir jólafrí, hóptímar gætu eitthvað riðlast vegna samkomutakmarkana, fylgist vel með tölvupósti.
Í Suzukiskóla Sigrúnar er kennt eftir kennsluaðferð
Dr. Suzuki, svokallaðri"móðurmálsaðferð", sem byggir í grundvallaratriðum á því að læra að spila á hljóðfæri eins og barn lærir að tala, með því að hlusta, endurtaka, prófa og fá leiðsögn.
Við trúum því að öll börn geti lært að spila á hljóðfæri og í því samhengi er þáttaka foreldra mjög mikilvæg.
Námið er sveigjanlegt og námshraði fer eftir hverjum nemanda.
Skólastjóri er Sigrún Harðardóttir, fiðluleikari og fiðlukennari.
Höfuðstöðvar Suzukiskóla Sigrúnar eru í Síðumúla 29. Píanótímar fara fram í Háaleiti.
„Sigrún er dásamlegur kennari, hún nær svo vel til sonar míns og nær að gera efnið spennandi og skemmtilegt. Við njótum þess að eiga gæðastundir heima í fiðluæfingum og sonur minn kemur alltaf sæll og glaður úr fiðlutímum.“
-Anna K., foreldri