lau., 23. maí | Suzukiskóli Sigrúnar

Bambaló 1-2ja ára 23. maí kl. 11

Tónlistartímar fyrir 1-2ja ára börn og foreldra þeirra. Kennt í Síðumúla 29.
Registration is Closed
Bambaló 1-2ja ára 23. maí kl. 11

Tíma- og staðsetning

23. maí 2020, 11:00 – 11:40
Suzukiskóli Sigrúnar, Síðumúli 29, Reykjavík, Iceland

Um tímann

Ath! Vegna samkomutakmarkana eru nokkrar breytingar á Bambaló tímum næstu vikur. Þetta er gert til þess að gæta fyllsta öryggis.

 1. Aðeins 6 pláss eru í hvern tíma og aðeins einn fullorðinn má koma með hverju barni. 
 2. Fullorðnir þurfa að gæta að tveggja metra reglunni sín á milli.
 3. Í stað þess að sitja þétt í hring erum við dreifð um rýmið, hvert foreldri og barn er með "sína stöð" með sér kassa með dóti, hljóðfærum og námsgögnum sem eru sótthreinsuð á milli tíma. 
 4. Allt rýmið er þrifið á milli hópa og snertifletir sótthreinsaðir.

Bambaló eru tónlistartímar fyrir börn 0-5 ára og foreldra þeirra. Hópunum er oftast skipt í 0-1 árs, 1-2ja ára, 2-3ja ára og 3-5 ára. Aldursskiptingin er bara viðmið og það er allt í lagi að skrá barn í hóp sem eru ekki akkúrat aldurshópur barnsins en hentar betur af ýmsum ástæðum. 

 • Í tímunum lærum við skemmtileg lög, leiki og æfingar sem efla málþroska, hreyfigetu, taktskyn og tóneyra.
 • Tímarnir eru ekki síður frábær vettvangur fyrir foreldra að eyða tíma með börnunum sínum, læra eitthvað skemmtilegt sem hægt er að gera saman heima og hitta aðra foreldra ungra barna.
 • Tímarnir byggja m.a. á kennsluaðferðum Suzuki og ungbarnanáminu „Early Childhood Education“.
 • Hver tími er um 40 mínútur. Eftir kennslustundina gefst tími fyrir foreldra að fá sér kaffi og spjalla.
 • Þetta eru opnir tímar, sem þýðir að hægt er að koma í þá tíma sem hentar og borga bara fyrir þá. Hægt er að kaupa "klippikort" með afslætti. Vinsamlegast notið skráningarformið hér að neðan til að skrá ykkur í hvern og einn tíma.

Skráningarmiðar
Price
Quantity
Total
 • Sold Out
  Bambaló 1-2ja ára 23. maí
  ISK 0
  ISK 0
  0
  ISK 0
This event is sold out

Deila þessum tíma