fiðrildin

"Fiðrildin"er undirbúningshópur fyrir Suzuki fiðlunám.

Næsta námskeið hefst 18. janúar 2020!

 

Nemendur spila á fiðrildi, sem eru litlar fiðrilda laga fiðlur úr tré, og nota æfingaboga. Nemendur læra grunnatriðin sem þarf að vera búið að læra áður en fiðlunám hefst, þ.e. hvernig við högum okkur í tónlistartímum, bogatak, fiðluhald, mikið er lagt uppúr hlustun, söng og lært er í gegnum leik. Við erum ekki alltaf með fiðrildin á öxlinni, heldur förum við líka í alls konar tónlistar leiki og æfingar, nemendur fá góða tilfinningu fyrir takti og tónum í jákvæðu umhverfi. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 3ja til 5 ára.

Samhliða því kynnast foreldrar Suzuki aðferðinni, svokallaðri "móðurmálsaðferð", sem byggir í grundvallaratriðum á því að læra að spila á hljóðfæri eins og barn lærir að tala, með því að hlusta, endurtaka, prófa og fá leiðsögn. Námið hentar mjög vel fyrir þá sem stefna á Suzuki fiðlunám, en er líka góður grunnur að hvers konar tónlistarnámi.

Námskeiðið er 14 vikur og endar með tónleika hóptíma þar sem við spilum með lengra komnum fiðlunemendum.

Námskeiðagjöld eru 36.000 kr. Innifalið í því er nótnapoki, námsgögn og motta til að standa og sitja á í tímum.
Fiðrildin eru handsmíðuð og eru leigð út til nemenda á 5.000 kr. Sú upphæð fæst endurgreidd eftir námskeiðið ef fiðrildið er vel með farið.

Kennt er í Síðumúla 29, oftast á laugardögum kl. 12.15, en í þrjú skipti erum við á fimmtudögum kl. 17.30. Hver kennslustund er 40 mínútur í senn. 

Námskeiðs áætlun:
Lau 18/1 kl. 12:15
Lau 25/1 kl. 12:15
Fim 30/1 kl. 17.30
Fim 6/2 kl. 17:30
Lau 15/2 kl. 12:15
Lau 22/2 kl. 12:15
Lau 29/2 kl. 12:15
Lau 7/3 kl. 12:15
Fim 12/3 kl. 17.30
Lau 21/3 kl. 12:15
Lau 28/3 kl. 12:15
Lau 4/4 kl. 12:15
Lau 18/4 kl. 12:15
Lau 25/4 kl. 12:15 - síðasti tíminn og tónleikar.

Til að skrá nemanda í Fiðrilda hóp, vinsamlegast sendið póst á suzukiskolisigrunar@gmail.com með eftirfarandi upplýsingum:

Nafn og kt. nemanda
Nafn og kt. forráðamanns
Nafn og kt. greiðanda (ef annar en forráðamaður)
Heimilisfang
Símanúmer forráðamanns
Tölvupóstur forráðamanns

Spilastaða, fiðrildið komið upp á öxl, b
Það eru sko ófá handtökin sem þarf til a
Fallegu nótnapokarnir og minnisbækurnar