foreldrafræðsla

Foreldrar taka virkan þátt í Suzuki tónlistarnámi. Talað er um Suzuki-þríhyrninginn, sem tengir saman nemandann, foreldri og kennara sem vinna saman að árangursríku tónlistarnámi. Til að byrja með er samvinnan meiri milli foreldris og kennara, og foreldrið lærir grunninn fyrst og setur sig inn í námsefnið. Síðan verður samvinnan milli allra aðila, foreldri mætir í tíma með barninu sínu, æfir með barninu heima og aðstoðar það. Seinna meir verður samvinnan meiri milli nemandans og kennarans þegar nemandi er farinn að geta mætt einn í tíma og taka meiri ábyrgð sjálfur á náminu. 

Merki skólans er byggt á Suzuki þríhyrningnum. 

logo suzukiskoli sigrunar.png
suzuki þríhyrningur án bakgrunns.png

Foreldrar njóta stuðnings hvert með öðru með þáttöku í foreldrafélagi og virkum umræðum inná lokuðum hópi foreldra barna í Suzukiskóla Sigrúnar á facebook. 

Í upphafi náms læra foreldrar um Suzuki aðferðina, lesa bókina Suzuki tónlistaruppeldi eftir Kristin Örn Kristinsson, sem og ýmsar greinar, horfa á myndbönd og hlusta á hlaðvarp.

„Foreldrar mínir eru ekki atvinnu tónlistarmenn, en þegar ég hóf mitt Suzuki fiðlunám þá lærðu grunninn og fylgdu mér í gegnum námið og hafa síðan þá verið mín stoð og stytta á mínum tónlistarferli. Ég get rætt um allt sem tengist tónlist og starfinu mínu og þau skilja mig og veita mér styrk enn þann dag í dag.“ 

-Sigrún Harðardóttir, skólastjóri og fyrrum Suzuki nemandi

„Þetta eru gæðastundir sem við eigum saman, ég og sonur minn. Oft líka gott að minna sig á að gefa þeim þennan tíma á dag, smá tíma sem við eigum bara tvö, án hinna systkinanna. Auðvitað er þetta stundum ströggl, en lang oftast njótum við þess að æfa okkur saman og ég nýt þess að fylgjast með honum blómstra og taka framförum.“

-Foreldri í Suzukiskóla Sigrúnar