helgamargret.jpg

Helga Margrét Marzellíusardóttir

Helga Margrét Marzellíusardóttir er alin upp í hinum mikla tónlistarbæ Ísafirði og hóf píanónám í Tónlistarskóla Ísafjarðar hjá Sigríði Ragnarsdóttur, löngu áður en fæturnir

náðu niður á pedalana! Söngnám hóf hún 13 ára gömul hjá Ingunni Ósk Sturludóttur og lauk framhaldsprófi árið 2009. Síðla sama árs hóf Helga Margrét nám við Listaháskóla Íslands þar sem hún nam söng hjá Elísabetu Erlingsdóttur og kórstjórn hjá Gunnsteini Ólafssyni til B.Mus gráðu. Haustið 2020 mun hún hefja nám til mastersgráðu við The Royal Academy of Music í Danmörku í rythmískri kórstjórn og útsetningum.

 

Verandi dóttir kórstjóra hefur Helga Margrét sungið í fjölmörgum kórum frá unga aldri og sótt masterklassa hjá fjölda innlendra og erlendra tónlistarmanna bæði í söng og kórstjórn.  Helga Margrét hefur verið stjórnandi Hinsegin kórsins frá stofnun og stýrt allskonar kórum, tónlistarathöfnum og söngleikjum.  Auk þeirra verkefna hefur hún starfað við tónlistar- og söngkennslu og útsett og samið tónlist fyrir kóra hér heima sem og erlendis.