hljómasúpan

Hljómasúpan er 10 vikna skapandi tónlistarnámskeið þar sem lögð er áhersla á að nemendur læri grunninn í tónlist og tónlistarsköpun, kynnist tónstiganum, hljómum, tónbilum og hljómasamböndum og læri að spila bæði á píanó og ukulele. Einnig er sungið í tímunum, lært í gegnum spuna og leik. Námskeiðið er frábær grunnur fyrir þá sem stefna á frekara hljóðfæranám, eða fyrir þá sem vilja læra grunninn í eflandi umhverfi og halda svo áfram að spila heima. 

Á námskeiðinu læra nemendur ýmis hljómagrip bæði á píanó og ukulele og syngja með í einföldum lögum. Nemendur eru hvattir til þess að semja sín eigin lög, koma með hugmyndir að lögum til að læra, nota stafræna miðla og síðast en ekki síst, æfa sig heima!

Kennari er Helga Margrét Marzellíusardóttir.

Tímarnir fara fram á þriðjudags eftirmiðdögum í Síðumúla 29. Hver tími er 45 mínútur og 5-6 nemendur eru í hverjum hópi. Námskeiðið er bæði fyrir nemendur 8-15 ára og fullorðna, bæði byrjendur og þá sem hafa einhvern tónlistar grunn. Hópaskipting ræðst af getu og aldri nemenda.

Verð: 39.900 kr.

Nemendur þurfa að eiga ukulele sem þeir koma með í kennslustund. Aðgangur að píanói eða hljómborði heima fyrir er mjög góður kostur. Ukulele fást í Sangitamiya, Tónastöðinni og Hljóðfærahúsinu

Námskeiðs áætlun:
22. september

29. september

6. október

13. október

20. október

27. október

3. nóvember

10. nóvember

17. nóvember

24. nóvember - síðasti tími og tónleikar

Hafa samband

Ekki hika við að hafa samband ef það eru einhverjar spurningar, til að skrá í tónlistarnám eða á póstlista.

Sími: 692-7408 / Email: suzukiskolisigrunar (at) gmail.com

Aldur nemanda

 © 2019 Suzukiskóli Sigrúnar

Suzukiskóli Sigrúnar