námsefni og kennslugögn

Nemendur í fiðlunámi

Nemendur í fiðlunámi leika á sín eigin hljóðfæri, sjá nánar hér.

Fiðlunni þarf að fylgja góður fiðlukassi, axlarpúði og myrra. Einnig er gott að hafa auka sett af strengjum ef strengur skyldi slitna. Þetta fæst allt í Tónastöðinni

Einnig þarf að vera góður klútur eða tuska til að strjúka af fiðlunni eftir notkun, t.d. microfiber tuskur sem fást víða.

Heima þarf að vera góð aðstaða til að æfa sig, og fyrir fiðlunemendur er nauðsynlegt er að eiga nótnastatíf.

Byrjendur á fiðlu nota mottu sem á eru teiknuð þeirra fótspor fyrir „spilastöðu“ og „hvíldarstöðu“. Mottan veitir þeim einnig öryggiskennd og tilfinningu fyrir „sínum stað“, sérstaklega í hóptímum. Mottan þarf að vera lítil og í ljósum lit og ekki með of háu flosi svo hægt sé að teikna á hana. Við mælum með barna- og baðmottum í Ikea og Rúmfatalagernum. 

Allir nemendur fá á hausti gefins nótnapoka frá skólanum sem þarf að taka með í alla fiðlutíma. Í honum skal geyma:

  • Stílabók

    • Foreldri og/eða kennari skrifar niður það sem á að æfa heima þá vikuna, ýmsa kennslupunkta og annað sem tengist náminu.​

  • Blýant og strokleður​

  • Naglaklippur

  • Teygjumappa til að halda utan um laus blöð og nótur.​​

  • Nótnabók/bækur sem verið er að vinna í

    • Suzuki bækurnar, nótnalestrar bækur, nótnaskriftarbók, Kanínuvísur ofl. sem kennari skýrir betur í tíma.​