Suzkukiskóli Sigrúnar

Í Suzukiskóla Sigrúnar er kennt eftir kennsluaðferð 
Dr. Suzuki, svokallaðri"móðurmálsaðferð", sem byggir í grundvallaratriðum á því að læra að spila á hljóðfæri eins og barn lærir að tala, með því að hlusta, endurtaka, prófa og fá leiðsögn

Við trúum því að öll börn geti lært að spila á hljóðfæri og í því samhengi er þáttaka foreldra mjög mikilvæg. 

Námið er sveigjanlegt og námshraði fer eftir hverjum nemanda. 

Suzuki fiðlunám

Í Suzukiski fiðlunámi (grunnám) fá nemendur einkatíma einu sinni í viku í 30 mínútur í senn og hóptíma aðra hverja viku í 45 mínútur í senn. 

Nemendur koma fram á tónleikum 1-2 sinnum á hverri önn, taka þátt á lokatónleikum skólans að vori sem og tónleikaferðalögum.

Námið er einstaklingsmiðað, skapandi og skemmtilegt.

Verð: 125.000 kr. veturinn

Bambaló 

Bambaló eru tónlistartímar fyrir börn 0-3 ára og foreldra þeirra. 

Tímarnir eru byggðir á kennsluaðferðum Suzuki og því sem kallast á ensku „Early Childhood Education“. Námið undirbýr börnin fyrir frekara tónlistarnám, en er ekki síður frábær vettvangur fyrir foreldra að eyða tíma með börnunum sínum, læra eitthvað skemmtilegt sem hægt er að gera saman heima og hitta aðra foreldra ungra barna. Tónlistartímarnir eru kenndir einu sinni í viku í 45 mínútur í senn. Eftir kennslustundina gefst tími til að fá sér kaffi og spjalla.

Námskeið hefjast í janúar 2020.

Verðskrá:

Stakur tími        2.500 kr.

10 skipta kort   17.000 kr. 

fiðrildin

Fiðrildin er undirbúnings hópur fyrir Suzuki fiðlunám. Nemendur spila á „fiðrildi“, sem er lítil fiðla úr pappamassa, og nota æfingaboga. Nemendur læra grunnatriðin sem þarf að vera búið að læra áður en fiðlunám hefst, þ.e. hvernig við högum okkur í tónlistartímum, bogatak, fiðluhald, mikið er lagt uppúr hlustun, söng og lært er í gegnum leik. 

Námskeið hefjast í janúar 2020. 

Hafa samband

Ekki hika við að hafa samband ef það eru einhverjar spurningar, til að skrá í tónlistarnám eða á póstlista.

Sími: 692-7408 / Email: suzukiskolisigrunar (at) gmail.com

Aldur nemanda

 © 2019 Suzukiskóli Sigrúnar