FB_IMG_1629298684529.jpg

Ösp Eldjárn

Ösp Eldjárn útskrifaðist sem með B.Ed gráðu frá menntavísindasviði (af kjörsviðinu tónlist, leiklist, dans) Háskóla Íslands vorið 2010, auk þess sem hún lauk miðstigi í söng frá FÍH sama ár. Haustið 2011 flutti Ösp til London þar sem hún starfaði sem söngkona, leikskólakennari og tónlistarkennari auk þess að nema við Institute of Contemporary Music Performance, þar sem hún útskrifaðist með B.A í Creative Musicianship árið 2014. Hún hefur starfað sem söngkona og tónlistarkennari bæði í grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla auk þess sem hún hefur verið með tónlistarstundir fyrir ungabörn og foreldra, bæði í Reykjavík (Kramhúsinu), London og nú síðast á Dalvík þar sem hún hefur verið búsett síðan 2017. Ösp er söngkona og lagahöfundur í hljómsveitini Blood Harmony og í bresk-íslensku hljómsveitinni Hrím.