Search

Bambaló snýr aftur!

Bambaló tímar hefjast að nýju frá og með 7. maí, í samræmi við slakanir á samkomureglum frá og með 4. maí, en þó verða tímarnir með nokkrum breytingum:

  1. Aðeins 6 pláss eru í hvern tíma og aðeins einn fullorðinn má koma með hverju barni. Munið að skrá í hvern og einn tíma hér neðar á síðunni.

  2. Fullorðnir þurfa að gæta að tveggja metra reglunni sín á milli.

  3. Í stað þess að sitja þétt í hring erum við dreifð um rýmið, hvert foreldri og barn er með "sína stöð" með sér kassa með dóti, hljóðfærum og námsgögnum sem eru sótthreinsuð á milli tíma.

  4. Allt rýmið er þrifið á milli hópa og snertifletir sótthreinsaðir.

Þetta er gert til þess að gæta fyllsta öryggis allra sem taka þátt. Staðan er metin daglega og brugðist verður við aðstæðum með hliðsjón af fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna.


Nánar um Bambaló hér!

26 views0 comments

Recent Posts

See All