Search

Breytingar í fiðlukennslu frá 4. maí

Updated: May 3, 2020

Nú þegar verið er að slaka á reglunum vegna covid hafa tónlistaskólar fengið leyfi til að byrja aftur með kennslu með hefðbundnum hætti - þ.e. að hittast í eigin persónu. 


  • Tímarnir eru eins og venjulega, á sama stað og sama tíma hjá hverjum og einum.

  • Pössum 2ja metra regluna, sérstaklega þegar tími er að klárast hjá einum nemanda og hefjast hjá öðrum. Gefið rými fyrir nemandann og foreldrið sem var á undan, ekki koma inn í stofuna fyrr en þau eru farin út og ég hef sprittað yfir snertifleti. 

  • Það eru bara tveir tímar eftir af skólaárinu auk vortónleika/skólaslita.


Vortónleikar og skólaslit verða laugardaginnn 16. maí kl. 11 í Síðumúla 29.

Mæting kl. 10:45. Við erum búin um kl. 11:30.

Vegna tveggja metra reglunnar og til að gæta fyllsta öryggis verð ég að biðja ykkur um að koma EKKI FLEIRI EN 1 FULLORÐINN MEÐ HVERJU BARNI. Rýmið er ekki nógu stórt til að hitt gangi upp. Hins vegar mun ég taka upp tónleikana og skólaslitin um mun senda ykkur myndband strax sama dag svo að allir fjölskyldumeðlimir og vinir geta séð. 


Takk fyrir frábæra samvinnu á þessum skrýtnu tímum. 


Bestu kveðjur,

Sigrún

3 views0 comments

Recent Posts

See All