Search

Gleðilegt sumar!

Kæru vinir.


Takk fyrir frábæran tónlistarvetur. Um 50 nemendur stunduðu hljóðfæranám í vetur, ýmist í Suzuki fiðlu- og píanódeild eða á Hljómasúpu námskeiðum. Fjöldinn allur af Bambaló tímum voru í boði, bæði opnir tímar og lokuð námskeið. Síðustu Bambaló tímarnir eru þessa vikuna, svo erum við farin í sumarfrí 9. júní.


Margir nemendur hafa skráð sig á sumarnámskeið og svo hvetjum við alla til að vera dugleg að taka upp hljóðfærið, spila gömul lög og ný, halda litla tónleika fyrir vini og vandamenn og prófa að spila undir berum himni!


Hlökkum til að hitta ykkur aftur í haust!


18 views0 comments

Recent Posts

See All