Search

Hljómasúpan! Nýtt tónlistarnámskeið

Það gleður okkur að tilkynna að í haust munum við fara af stað með stórskemmtileg og skapandi tónlistarnámskeið sem bera heitið Hljómasúpan!


Hljómasúpan er 10 vikna skapandi tónlistarnámskeið þar sem lögð er áhersla á að nemendur læri grunninn í tónlist og tónlistarsköpun, kynnist tónstiganum, hljómum, tónbilum og hljómasamböndum og læri að spila bæði á píanó og ukulele. Einnig er sungið í tímunum, lært í gegnum spuna og leik. Námskeiðið er frábær grunnur fyrir þá sem stefna á frekara hljóðfæranám, eða fyrir þá sem vilja læra grunninn í eflandi umhverfi og halda svo áfram að spila heima. 

Kennari er Helga Margrét Marzellíusardóttir.

Tímarnir fara fram á þriðjudags eftirmiðdögum í Síðumúla 29. Hver tími er 45 mínútur og 5-6 nemendur eru í hverjum hópi. Námskeiðið er fyrir nemendur 8-15 ára. Hópaskipting ræðst af getu og aldri nemenda. 

Verð: 39.900 kr.


Skráning hér: https://forms.gle/H5GNEhE7BYrigS8q7


Nánar um Hljómasúpuna hér
34 views0 comments

Recent Posts

See All