Search

Hrekkjavökutónleikar og staða mála vegna covid-19

Hrekkjavökutónleikar Suzuki fiðlunema voru haldnir í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom þann 31. október. Ofurhetjur, vampírur, prinsessur, nornir og uppvakningar skiptust á að spila og hlusta og allt gekk vonum framar. Foreldrar eiga sérstakt hrós skilið fyrir aðstoðina.

Varðandi hertar sóttvarnaraðgerðir sem tóku gildi um helgina:


Mig langar til að byrja á því að þakka öllum kærlega fyrir sveigjanleikann á þessum óvenjulegu tímum. Nemendur og foreldrar með hjálp okkar góðu kennara hafa aðlagast nýjum aðstæðum ótrúlega vel. Tónlistin sameinar, og tæknin líka :) 


Í kjölfar hertra sóttvarnaraðgerða helst staðan hjá okkur helst óbreytt. Suzuki píanótímar, hóptímar og Hljómasúpu námskeið halda áfram á netinu. Bambaló ungbarna- og foreldratímar falla áfram niður. Suzuki fiðlutímar (einkatímar) eru bæði á netinu og í sumum tilfellum í eigin persónu en með miklum persónulegum sóttvarnaraðgerðum eins og grímu, spritt og fjarlægð. 


Ekki hika við að hafa samband ef það eru einhverjar spurningar eða vangaveltur.


Hlýjar kveðjur,


Sigrún

Skólastjóri Suzukiskóla Sigrúnar7 views0 comments

Recent Posts

See All