Search

Kennsla færist á netið næstu tvær vikur.

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða og í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis í dag höfum við ákveðið að kennsla skuli færast á netið frá og með deginum á morgun, 7. október. Staðan verður endurmetin sunnudaginn 18. október og næstu skref tekin þá.


Þetta á við um Suzuki fiðlunemendur, Suzuki píanó nemendur, Suzuki hóptíma og Hljómasúpuna. Bambaló tímarnir falla niður næstu tvær vikurnar.


Netkennslan var prófuð í fyrstu bylgju faraldursins í vor og það gekk ótrúlega vel og við erum mjög þakklát foreldrum og nemendum fyrir að hafa aðlagast nýjum aðstæðum hratt og vel.  Hlýjar kveðjur, Sigrún

Skólastjóri Suzukiskóla Sigrúnar7 views0 comments

Recent Posts

See All