Search

Opið fyrir umsóknir um nám 2020-2021 og sumarönn

Nú höfum við opnað fyrir skráningar í fiðlunám og fiðrildahóp haustið 2020. Allar nánari upplýsingar og skráningarform má finna hér.


Fyrir núverandi nemendur:

Sumarönn: Þar sem sumarfríið er rúmir þrír mánuðir, þá er alveg nauðsynlegt að halda áfram að spila á fiðluna til að tapa ekki þeirri kunnáttu og þjálfun sem hefur unnist í vetur. Það er auðvitað mikilvægt að taka sér frí líka, en ef fiðlan er ekki snert í marga mánuði er rosalega erfitt og sárt að byrja aftur að hausti. Þess vegna bjóðum við uppá sumarönn, en það eru 5 stakir fiðlutímar sem hægt er að staðsetja eins og hentar yfir sumartímann. Hægt er að koma í tíma í Síðumúla eða nýta tæknina áfram og fá net-tíma. Mögulega getum við skoðað fleiri staðsetningar. Sumarönnn kostar 21.000 kr. Ég mæli af öllu hjarta með því að þið takið sumarönn líka. Ef þið hafið ekki tök á heilli önn, þá er líka hægt að fá einn eða tvo staka tíma, verið bara í bandi með það.

SKRÁNING Í SUMARÖNN HÉR12 views0 comments

Recent Posts

See All