Search

Skólaárið að hefjast!

Kæru nemendur og foreldrar.


Ég vona að þið hafið átt yndislegt sumar. Nú fer senn að líða að því að skólabyrjun, fylgist með tölvupósti frá kennurum varðandi stundatöflugerð.


Smá hugleiðing inn í haustið, núna er að opna skráning í ýmis konar frístundir. Ekki gleyma því að tónlistarnámið þarf að stunda flesta daga vikunnar í formi heimaæfinga, hlustunar og undirbúnings fyrir næsta tíma eða tónleika. Stundum þarf aðeins að velja og hafna - þó svo að margt spennandi sé í boði sem tæknilega séð væri hægt að koma fyrir í stundatöflunni. Þegar líður á veturinn verður álagið meira og við viljum ekki að börnin upplifi streitu heldur geti notið sín og hafi svigrúm til að vaxa og þroskast í því sem þau velja sér að iðka.


Kv. Sigrún

2 views0 comments

Recent Posts

See All