Search

Snemmbúið páskafrí

Eins og þið hafið eflaust öll heyrt þá hefur ríkisstjórnin tekið þá ákvörðun að vegna útbreiðslu covid-19 verði staðnám á öllum námsstigum, þar með talið í tónlistarskólum, óheimilt fram yfir páska. Staðan verði þá endurmetin.


Kennsla í Suzukiskóla Sigrúnar mun eitthvað raskast og breytast eftir páska, sérstaklega hóptímarnir. En við höfum smá tíma núna yfir páskana að skoða þetta betur og undirbúa. Við birtum uppfærðar upplýsingar um leið og hlutirnir fara að skýrast.


Hlýjar kveðjur og gleðilega páska!

Sigrún
10 views0 comments

Recent Posts

See All