Search

Tilkynning vegna Covid-19, samkomubanns og áhrif á skólastarf Suzukiskóla Sigrúnar - UPPFÆRT 30/03

Updated: Mar 30, 2020

Í ljósi aðstæðna þurfum við að gera nokkrar breytingar á skólastarfi í Suzukiskóla Sigrúnar. Aukin áhersla verður lögð á hreinlæti, en staðan er metin daglega og brugðist verður við aðstæðum með hliðsjón af fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna.
Nemendur í Suzuki fiðlunámi:

Einkatímar haldast óbreyttir, en með aukinni áherslu á hreinlæti og fjarlægð.

Uppfært: Einkatímar færast í netkennslu þar til nánari upplýsingar berast frá Almannavörum og skólayfirvöldum í Reykjavík.

Hóptími/tónfundur,17. mars fellur niður.

Ákvörðun um hóptíma 3. apríl verður tekin síðar, fylgist með tölvupósti.

Uppfært: Hóptími 3. apríl verður í hópspjalli á netinu.


Nemendur í Fiðrilda hóp (fornám fyrir Suzuki fiðlunám):

Tímar halda áfram samkvæmt áætlun með aukinni áherslu á hreinlæti og fjarlægð.

Uppfært: Tímar færast í netkennslu.


Bambaló tónlistartímar:

Bambaló tímar falla niður næstu vikurnar og lokað verður fyrir skráningar í tíma. Þeir sem eru skráðir á póstlista fá upplýsingar um hvenær skráning opnar aftur. Í tímunum er mikil nánd barna og fullorðinna og tel ég þetta vera öruggustu ákvörðunina í bili. 12 mánaða gilditími klippikorta verður lengdur í 13 mánuði.


Verum dugleg að þvo okkur um hendurnar áður en við spilum á hljóðfærið og strjúkum af því eftir notkun og notum handspritt. Ef við finnum fyrir flensu einkennum er best að halda sig heima.


Ekki hika við að hafa samband ef það eru einhverjar frekari spurningar.


Bestu kveðjur,

Sigrún

8 views0 comments

Recent Posts

See All