Tónfundur í næstu viku fellur niður
Í ljósi aðstæðna þurfum við að fresta fiðlutónfundi sem átti að vera í næstu viku. En sem betur fer er Kanínu fjölskyldan alltaf til í að hlusta á fiðlunemendur æfa sig að koma fram 🎶🐰
Að öðru leiti helst skólastarf í Suzukiskóla Sigrúnar samkvæmt áætlun, við metum aðstæður daglega og bregðumst við aðstæðum með hliðsjón af fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna.
Verum dugleg að þvo okkur um hendurnar áður en við spilum á hljóðfærið og strjúkum af því eftir notkun og notum handspritt inná milli. Ef við finnum fyrir flensu einkennum er best að halda sig heima.
Myndir: Nemendur æfa sig að spila á tónleikum.
3 views0 comments