sigrunfidla.JPG

Sigrún Harðardóttir

2014

University of Denver, Lamont School of Music

Master of Violin Performance (M.Mus)

Suzuki certificate (5. stig suzukikennara)

2011

Listaháskóli Íslands

B.Mus í fiðluleik

Sigrún hefur kennt á fiðlu frá árinu 2008, sjálfstætt starfandi, hjá Spring Strings of DenverListaskóla Mosfellsbæjar, Tónskóla Eddu Borg, á tónlistarnámskeiðunum Unison Strings á Grænlandi og sumarnámskeiðum íslenska Suzuki sambandsins. Einnig hefur hún kennt skapandi hóptímanámskeið hjá Leikgleði

Sigrún er virkur þáttankandi í íslensku tónlistarlífi, er stofnmeðlimur kammerhópsins Cauda Collective, leikur á tónleikum um allan heim með Ólafi Arnalds, er meðlimur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og strengjakvartettsins Lýru og hefur spilað með tónlistarhópum á borð við Caput, Spiccato og Skark. 

Sigrún hefur útsett mikið af tónlist, m.a. íslensk þjóðlög fyrir strengjakvartett. Þá hefur hún samið tónlist fyrir fjölda leikverka, m.a. hjá leikhópnum Miðnætti.