Suzkukiskóli Sigrúnar

Í Suzukiskóla Sigrúnar er kennt eftir kennsluaðferð 
Dr. Suzuki, svokallaðri"móðurmálsaðferð", sem byggir í grundvallaratriðum á því að læra að spila á hljóðfæri eins og barn lærir að tala, með því að hlusta, endurtaka, prófa og fá leiðsögn

Við trúum því að öll börn geti lært að spila á hljóðfæri og í því samhengi er þáttaka foreldra mjög mikilvæg. 

Námið er sveigjanlegt og námshraði fer eftir hverjum nemanda. 

Suzuki fiðlu- og píanónám

Í Suzukiski námi (grunnám) fá nemendur einkatíma einu sinni í viku í 30 mínútur í senn og hóptíma aðra hverja viku í 40 mínútur í senn. 

Nemendur koma fram á tónleikum 1-2 sinnum á hverri önn, tvisvar á ári er skapandi tónlistarsmiðja, nemendur taka þátt á lokatónleikum skólans að vori sem og tónleikaferðalögum.

Námið er einstaklingsmiðað, skapandi og skemmtilegt.

Verð 2020-2021: 129.000 kr. veturinn. Hægt er að skipta greiðslunni niður eins og hentar.

Þeir einir geta kallað sig Suzukikennara sem hafa lokið tilskyldum prófum viðurkenndum af ESA og eru félagar í landssambandi þess lands þar sem þeir starfa. Nánar um Suzuki nám má finna á heimasíðu Íslenska Suzukisambandsins.