Suzukiskóli Sigrúnar

Í Suzukiskóla Sigrúnar er kennt á fiðlu og píanó eftir kennsluaðferð Dr. Suzuki, svokallaðri"móðurmálsaðferð", sem byggir í grundvallaratriðum á því að læra að spila á hljóðfæri eins og barn lærir að tala, með því að hlusta, endurtaka, prófa og fá leiðsögn. 

Við trúum því að öll börn geti lært að spila á hljóðfæri og í því samhengi er þáttaka foreldra mjög mikilvæg. 

Námið er sveigjanlegt og námshraði fer eftir hverjum nemanda. 

Bambaló eru tónlistartíma fyrir ungbörn og foreldra, þar sem litið er til grunngilda Suzuki aðferðarinnar, en námsefnið er þróað af Sigrúnu Harðardóttur og samanstendur af tónlist sem margir þekkja og er gjarnan sungin á leikskólum, í bland við annað námsefni innblásið af aðferðum Dalcroze, Kodaly og Orff.

Hljómasúpan er 10 vikna skapandi tónlistarnámskeið fyrir börn og fullorðna þar sem lögð er áhersla á að nemendur læri grunninn í tónlist og tónlistarsköpun, kynnist tónstiganum, hljómum, tónbilum og hljómasamböndum og læri að spila bæði á píanó og ukulele. Einnig er sungið í tímunum, lært í gegnum spuna og leik. Námskeiðið er frábær grunnur fyrir þá sem stefna á frekara hljóðfæranám, eða fyrir þá sem vilja læra grunninn í eflandi umhverfi og halda svo áfram að spila heima. 

Umsókn um nám