Nám í boði 2020-2021

Suzuki píanó- og fiðlunám
Í Suzukiskóla Sigrúnar er kennt eftir kennsluaðferð Dr. Suzuki, svokallaðri „móðurmálsaðferð“, sem byggir í grundvallaratriðum á því að læra að spila á hljóðfæri eins og barn lærir að tala, með því að hlusta, endurtaka, prófa og fá leiðsögn. Við trúum því að öll börn geti lært að spila á hljóðfæri og í því samhengi er þáttaka foreldra mjög mikilvægt. Námið er sveigjanlegt og námshraði fer eftir hverjum nemanda.
Suzuki kennarar hafa lokið sérnámi í aðferðinni samkvæmt reglum evrópska Suzukisambandsins.
Fiðlunemendur geta hafið nám 3ja ára gamlir. Margir byrja þó í fyrstu bekkjum grunnskóla eða jafnvel seinna. Ef þau eru mjög ung byrja þau fyrst um sinn á "fiðrildi", fiðrildalaga sérsmíðuðu hljóðfæri án strengja. Fiðrildin fá þau lánuð hjá skólanum. Þegar þau eru tilbúin fá þau alvöru fiðlu. Sjá nánar hér um hljóðfærakaup.
Píanónemendur geta hafið nám 5 ára gamlir.
Suzuki nemendur fá 30 mínútna einkatíma á viku, auk 40 mínútna hóptíma aðra hverja viku. Auk þess spila nemendur á tónleikum 1x-2x á ári, taka þátt í vorferð og öðrum verkefnum. Tvisvar á önn er kennslan brotin upp og nemendur taka þátt í skapandi tónlistarsmiðju.
Píanó kennsla fer fram á Háaleitisbraut. Fiðlukennsla fer fram í Síðumúla og nokkrum grunnskólum í Reykjavík.
ATH! Því miður er fullbókað í Suzuki fiðlu- og píanó nám haustið 2020 en hægt er að skrá sig á biðlista með því að fylla út umsóknir hér:
UMSÓKNIR:

10 vikna námskeið fyrirbörn og fullorðna, byrjendur og framhalds.
Aldurs- og getuskiptir hópar.
Ukulele - píanó - eða söngur.
Námskeið hefst 18. janúar 2021.
Kennt á þriðjudögum í Síðumúla 29.
UMSÓKN:
Bambaló tónlistartímar
Bambaló eru skemmtilegir opni tónlistartímar fyrir þau allra yngstu og foreldra. Nemendum er skipt í hópana 0-1 árs, 1-2ja og 2ja-4ra ára og hægt er að skrá sig í hvern og einn tíma.
Bambaló dillidó eru tónlistarnámskeið með áherslu á hreyfingu og samleik fyrir 4-6 ára, það er 10 vikna lokað námskeið.
Í Bambaló læra nemendur og foreldrar skemmtileg lög, leiki og æfingar sem efla málþroska, hreyfigetu, taktskyn og tóneyra.
Nánar og skráning í opnu tímana hér
Skráning í Bambaló dillidó lokað 10 vikna námskeið fyrir 4-6 ára hér.